Sveitakeppni 50 ára og eldri
Sveit frá Golfklúbbi Ísafjarðar tekur þátt í Íslandsmóti sveita 50 ára og eldri, 3. deild. Keppnin fer fram í Grindavík dagana 18. - 20. ágúst
Meira
Sveit frá Golfklúbbi Ísafjarðar tekur þátt í Íslandsmóti sveita 50 ára og eldri, 3. deild. Keppnin fer fram í Grindavík dagana 18. - 20. ágúst
Um síðustu helgi hélt Golfklúbbur Ísafjarðar Sveitakeppni í golfi í þriðju deild. Miðsumars voru áhöld um hvort við gætum haldið mótið vegna þess hve illa flatir og teigar komu undan vetri. Ákvörðun var tekin um að halda okkar striki, leggja okkur öll fram um að laga það sem hægt væri, og bjóða síðan gestum okkar upp á góða þjónustu.
Þann 12. Ágúst hefst Íslandsmót Golfklúbba í 3. Deild á Tungudalsvelli. Fyrstu leikirnir eru kl 08.00. Í þessari keppni eru lið heimamanna Golfklúbbs Ísafjarðar og svo líka lið Golfklúbbs Bolungarvíkur. Að auki eru 6 önnur lið, frá Hveragerði, Skagafirði, Húsavík, Borgarnes, Grindavík og Eskifirði.
VÍS mótið fór fram um helgina. Metþáttaka var í mótinu en 48 kylfingar skráðu sig til leiks. Leikinn var betri bolti, punktakeppni. Tveir léku saman í liði og töldu punktar þess leikmann sem náði fleiri punktum á hverri holu.
Engir aukvisar tóku þátt í Arctic Fish mótinu þar sem keppt var í logni og sæmilega hlýju veðri. Birgir Leifur Hafþórsson GKG heiðraði okkur með nærveru sinni en þurfti að hafa fyrir sigrinum.
Íslandsbankamótið var haldið á Tungudalsvelli á laugardaginn var, í ágætu meinlausu veðri.
Sjávarútvegsmótaröðin hélt áfram nú um helgina. Íslandssögumótið fór fram á laugardeginum á Ísafirði og Klofningsmótið fór fram í Bolungarvík á sunnudeginum.
Meistaramót Golfklúbbs Ísafjarðar var haldið í síðustu viku, hófst á miðvikudag og lauk á sunnudag. Samtals fjórum sinnum 18 holur í öllum flokkum nema hjá eldri kylfingum, en þeir spiluðu fjórum sinnum níu holur. Tuttugu og sjö keppendur mættu á Tungudalsvöll í meistaramótið.
Golfklúbbur Ísafjarðar hefur nú lokið við endurbætur á Efri Tunguvelli. Búið er að slá brautir, setja holur með nýjum stöngum, laga flatir og setja teigmerki.
Sjávarútvegsmótaröðin var haldin um síðustu helgi, á Vesturbotnsvelli við Patreksfjörð á laugardaginn, og á Litlueyrarvelli við Bíldudal á sunnudaginn.