image

Úrslit í HG mótinu. - Úrslit í sjávarútvegsmótaröðinni liggja fyrir

Lokamót sjávarútvegsmótaraðarinnar árið 2024, HG mótið fór fram á Tungudalsvelli 31. ágúst.

Fóru leikar þannig að í karlaflokki sigraði Flosi Jakobsson GBO á 72 höggum, í kvennaflokki sigraði Sóleig Pálsdóttir GÍ á 87 höggum, unglingaflokkinn vann Sigurður Olgeirsson GBO á 32 punktum og í punktakeppni opnum flokki var Stefán Hafberg GÍ hlutskarpastur á 41 punkti

Heildarútslit í mótinu er hægt að nálgast hér:

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/4422895/results

 

Í kjölfar mótsins voru verðlaun afhent fyrir sjávarútvegsmótaröðina en kylfingar safna stigum eftir árangri hvers móts sem eru 8 talsins yfir sumarið.

Sigurvegarar í sjávarútvegsmótaröðinni 2024 voru:

Karlaflokkur:  Julo Rafnsson GÍ

Kvennaflokkur:  Bjarney Guðmundsdóttir GÍ

Unglingaflokkur:  Pétur Arnar Kristjánsson GÍ

Punktakeppni:  Baldur Ingi Jónasson GÍ

 

Heildarúrslit í mótaröðinni er hægt að nálgast hér á heimasíðu GÍ.

 

image

GÍ endaði í 4. sæti

Í liðinni viku fór fram sveitakeppni 50 ára og eldri.  GÍ leikur í 3. deild og fóru leikar svo að sveit Ísafjarðar náði 4. sæti.

Sveitina skipuðu Baldur Ingi Jónasson, Einr Gunnaugsson, Guðjón Helgi Ólafsson, Guðni Ó. Guðnason, Karl Ingi Vilbergsson og Jakob Ólafur Tryggvason.

Í fyrstu umferð mætti liðið Vatnsleysuströnd og vannst leikurinn 2-1.

 Í annari umferð mættum við Kiðjabergi og vannst sá leikur einnig 2-1. 

Næst mætum við félögum okkar frá Hveragerði en það er orðinn árviss viðburður að mæta þeim og enduðu leikar með stórmeistarajafntefli, 1,5 stig á lið.  Þetta þýðir að GÍ vinna B riðilinn og leika við 2. sætið í A riðli um réttinn að leita til úrslita um að fara upp í 2. deild.

Í undanúrslitum mætum við sveit Öndverðarness sem voru ansi sterkir (enduðu með að fara upp í 2. deild) og fóru leikar 2 1/2 - 1/2.

Þá var eftir leikurinn um bronsið og mætum við sveit Kiðjabergs aftur en stöndum okkur öllu verr að þessu sinni og töpum 3-0.  Allt var gefið í leikinn og fóru leikmenn úr sokkum og skóm til að jafna holu eins og sjá ma á mynd sem fylgir fréttinni.

Heilt yfir vel ásættanleg frammistaða, vinnum riðilinn og ekki mátti miklu muna að leikir í undanúrslitum ynnust.

Úrslit leikja og lokastöðu má finna á þessari slóð:

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1L5pJbkanYsYBku0-ENwIR1L7lswgQYI4/pubhtml#

Umfjöllun um mótið má finna hér á golf.is

https://www.golf.is/islandsmot-golfklubba-2024-go-sigradi-i-3-deild-karla-50/

 

image

Minningamót um Birgir Valdimarsson

Sunnudaginn 28. júlí var haldið minningarmót um Birgi Valdimarsson, fyrrum félaga í Golfklúbbi Ísafjarðar. Met aðsókn var og þurfti að loka fyrir skráningu nokkrum dögum fyrir mótið, þar sem það var orðið fullt.

Leiknar voru 18 holur með Texas fyrirkomulagi, þar sem tveir kylfingar eru í liði og betri bolti talinn miðað við forgjöf. Startað var út á öllum teigum í einu, og þurfti sex í eitt hollið til að koma öllum fyrir. Mótið gekk einstaklega vel fyrir sig og létt yfir leikmönnum, algjörlega í anda Bigga heitins. Flestir höfðu keppt í Íslandsbanka mótinu daginn áður og voru því í góðu formi. Hópur af brott fluttum Ísfirðingum voru mættir til að heiðra minningu Bigga Vald og einstaklega gaman að fá þá í heimsókn. Veðrið var með besta móti, hlýtt og logn, en örlítil súld þegar leið á daginn.

Í fyrsta sæti voru bræðurnir Elmar Breki og Tómas Orri Baldurssynir. Í öðru sæti voru Hanna Mjöll Ólafsdóttir og Jakob Ólafur Tryggvason. Í þriðja sæti voru Kristín Hálfdánsdóttir og Gunnar Þórðarson.

Biggi hefði orðið 90 ára þriðjudaginn 30. júlí n.k. Sjálfur taldi hann að þetta væri ekki alveg rétt talið, þar sem hann hefði komið á götuna 14 ára gamall þegar hann flutti á mölina, en hann ólst upp í Miðvík við Aðalvík á Ströndum.  

Birgir gekk í hjónaband með  Maríu Erlu Eiríksdóttur 1957 og áttu þau einstaklega farsælt líf saman. Þau vöru tíðir gestir á Tungudalsvelli, óku um á golfbíl sem var nokkur nýlunda hjá okkur í Golfklúbbnum.

Hann var alla tíð lífsglaður og einstaklega orðheppinn, eitt af hans síðustu verkum var að keyra um á golfbílnum og hvetja keppendur í árlegu kvennamóti GÍ á Tungudalsvelli, þær sem vildu, þáðu „sveiflujafnara“ hjá Bigga, hann talaði um að mýktin í sveiflunni kæmi með góðum sopa.

Í Texas móti koma allir keppendur saman í hús á sama tíma og óhætt að segja að þröngt hafi verið á þingi í Golfskálanum. Verðlaunin voru einstaklega  vegleg, en veitt voru þrenn verðlaun ásamt verðlaunum fyrir þá sem næstir voru holu á par þrjú brautum og fullt af útdráttarverðlaunum

Það var einmitt Biggi sem tók þátt í að halda minningarmót um annan golf jöfur okkar ísfirðinga, Einar Val Kristjánsson. Þau mót voru árlegur viðburður og voru oftar en ekki tveggja daga mót.  Eitt sinn var Toyota Corolla frá Bílatanga og Toyota umboðinu í verðlaun fyrir þann sem næði holu í höggi á sjöttu braut. Ekki vannst bíllinn í þessu móti, en það mun hafa verið Biggi sem stóð fyrir tiltækinu.

Fjölskylda Birgis var viðstödd mótið og verðlaunaafhendinguna, ekkja hans Erla, börn hans og barnabörn. Golfklúbbur Ísafjarðar vil þakka þeim kærlega fyrir þetta glæsilega minningarmót og vonast til að hægt verði að endurtaka leikinn næsta sumar.   

image

Línur að skýrast í Sjávarútvegsmótaröðinni

Tvö mót fóru fram í Sjávarútvegsmótaröðinni um helgina, Jakob Valgeir í Bolungarvík og Arctic Fish á Patreksfirði.

Mjög góð þátttaka var í Jakobs Valgeirs mótinu en 77 keppendur tóku þátt, fjölmennasta mótið í mörg ár.

 

Sigurvegara og árangur keppenda má sjá hér:

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/4523112/results

 

Arctic Fish mótið fór fram á Vesturbotnsvelli í dag sunnudag, úrslit má finna hér:

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/4492076/results

 

Þá eru 7 mót búin í mótaröðinni og aðeins eitt eftir, HG mótið sem fer fram á Ísafirði 31. ágúst.

 

Töluverð spenna er í flestum flokkum og margt getur gerst í lokamótinu.

Í karlaflokki leiðir Julo Thor Rafnsson með 7.082 stig og Baldur Ingi Jónasson skammt á eftir með 6.802 stig og nokkrir skammt þar á eftir.  Margt getur því enn gerst.

Bjarney Guðmundsdóttir leiðir kvennaflokkinn, er með 8.257 stig.  Ásdís Birna Pálsdóttir kemur næst með 7.072 stig og Bjarney þannig með nokkuð örugga forystu fyrir lokamótið.  Sólveig Pálsdóttir kemur skammt á eftir Ásdísi, spenna um hver endar í 2. sæti.

Unglingaflokkinn leiðir Pétur Arnar Kristjánsson með yfirburðum og búinn að vinna.  Hann er kominn með 8.550 stig, næsti maður með 3.615 stig og sigurinn í mótaröðinni því í höfn.

Mikil spenna er hins vegar í punktakeppninni.  Baldur Ingi Jónasson leiðir, er með 4.023 stig, Viktor Páll Magnússon kemur næstur með 3.450 stig og margir kylfingar þar skammt á eftir.  Margt getur gerst en fimm verðlaun í boði í punktaflokki.

Heildarstöðuna í öllum flokkum má síðan nálgast hér á heimasíðu okkar undir liðnum mót.  eða bara á þessari slóð:

https://golfisa.is/mot/

 

image

Meistaramót GÍ - Hjálmar Jakobsson og Bjarney Guðmundsdóttir klúbbmeistarar

Meistaramót GÍ 2024 fór fram dagana 10. - 13. júlí.  43 keppendur voru skráðir til leiks í 7 flokkum.  Metþátttaka en elstu menn muna ekki eftir annari eins þátttöku í meistaramóti.  Erfitt veður var fyrstu þrjá dagana, mikill vindur en lokadaginn var loksins almennilegt golfveður.

Keppt var í eftirfarandi flokkum og voru úrslit:

1. flokkur karla

1.  Hjálmar Helgi Jakobsson    304 högg

2.  Ásgeir Óli Kristjánsson        311 högg

3.  Viktor Páll Magnússon        319 högg

 

1. flokkur kvenna

1.  Bjarney Guðmundsdóttir    374 högg

2.  Sólveig Pálsdóttir               387 högg

 

Unglingaflokkur 

1.  Grétar Nökkvi Traustason    208 högg

2.  Pétur Arnar Kristjánsson     219 högg

3.  Tómas Orri Baldursson        224 högg

 

Öldungaflokkur

1.  Vilhjálmur Gísli Antonsson   179 högg

2.  Óðinn Gestsson                  188 högg

3.  Tryggvi Sigtryggsson           199 högg

 

2. flokkur karla

1.  Guðni Ó. Guðnason              353 högg

2.  Jakob Tryggvason                 370 högg

3. Guðjón Ólafsson                    373 högg

 

2. flokkur kvenna

1.  Hanna Mjöll Ólafsdóttir          213 högg

2.  Guðrún Á Stefánsdóttir          219 högg

3.  Heiða Björk Ólafsdóttir           227 högg

 

3. flokkur karla

1.  Endre Koi                              233 högg  (eftir bráðabana)

2.  Benedikt Hermannsson           233 högg

3.  Anton Freyr Traustason           238 högg

 

Heildarúrslit í mótinu er svo hægt að nálgast hér á golf.is:

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/4422875/results

 

image

Fiskvinnslan Íslandssaga 25 ára

Á laugardaginn kemur fer fram mót í sjávarútvegsmótaröðinni, Íslandssögumótið.

Fiskvinnslan Íslandssaga heldur upp á 25 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni af því mun Íslandssaga færa Krabbameinsfélaginu Sigurvon styrk eftir árangri kylfinga í mótinu.  Hefur Íslandssaga heitið á kylfinga og mun greiða kr.

10.000 fyrir hvern fugl.

50.000 fyrir hvern örn.

100.000 fyrir holu í höggi.

Hvetjum kylfinga til að skrá sig tímanlega, skráning á golfbox.

 

Um liðna helgi fóru fram tvö mót í sjávarútvegsmótaröðinni, Oddamótið á Patró go Arnarlaxmótið á Bíldudal.

Úrslit í mótunum má finna hér:

Oddamótið

Arnarlaxmótið

 Stöðuna í mötaröðinni eftir flokkum má síðan finna hér á heimasíðu GÍ:

https://golfisa.is/mot/