Fréttir

Sigurvegarar í karla og kvennaflokki

Meistaramót Gollfklúbbs Ísafjarðar

Meistaramót Golfklúbbs Ísafjarðar var haldið í síðustu viku, hófst á miðvikudag og lauk á sunnudag. Samtals fjórum sinnum 18 holur í öllum flokkum nema hjá eldri kylfingum, en þeir spiluðu fjórum sinnum níu holur. Tuttugu og sjö keppendur mættu á Tungudalsvöll í meistaramótið.

Þetta er mikil törn og áskorun fyrir áhugamenn að spila svona stíft, sérstakalega að vera svona lengi undir keppnisálagi, sem leikmaðurinn er ekki vanur að fást við. Það tekur milli fjóra og fimm tíma að klára hvern hring þannig að margir þurftu að taka sér frí í vinnu til að keppa.

Það var gjaldkeri klúbbsins, Hrafn Guðlaugsson sem sigraði á -4 að pari þessa fjóra hringi. Þessi árangur er einstæmi í sögu klúbbsins!

Í kvennaflokki sigraði Bjarney Guðmundsdóttir á samtals 81 höggi yfir pari. Í öðrum flokki sigraði Neil Shiran Þórisson á 54 höggum yfir pari. Í flokki eldri borgara sigraði Jens Andrés Guðmundsson á 45 höggum yfir pari.

Heildarúrslitin í mótinu má svon nálgast hér.

Veðrið var ekkert sérstakt, kalt en þurrt, nema síðasta daginn þar sem súldar fýla truflaði keppendur, en það getur verið dýrt að fara út af braut í röffið þegar bleytan bætist við áskorunina.

Í mótslok var slegið upp veislu í golfskálanum þar sem verðlaun voru veitt og síðan notið góðra veitinga frá Hótel Ísafirði.


Deila