Golfsumarið - Mótaskrá klár - Þingeyri opin
Mótaskrá sumarsins er klár en hana er að finna á Golfbox og hér á heimasíðunni okkar.
Meira
Mótaskrá sumarsins er klár en hana er að finna á Golfbox og hér á heimasíðunni okkar.
Aðalfundur Golfklúbbs Ísafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 5. desember kl. 20:00 í fundarsal Vestrahússins (Þróunarsetur).
Uppskeruhátíð Golfklúbbs Ísafjarðar, Bændaglíman, var haldin á Tungudalsvelli s.l. sunnudag. Bændaglíman er golfmót þar sem skipt er í tvö lið og keppt er í Texas, betri bolta og samanlögðu. Formaður klúbbsins velur í annað liðið og formaður mótanefndar í hitt liðið. Keppnin átti að fara fram á laugardegi en þurfti að fresta því um einn dag vegna veður.
Það voru 44 mættir til leiks og spilað í ágætu veðri, níu holur. Keppnin gengur út á að vinna holu þar sem tveir eru á móti tveimur. Þetta er sama fyrirkomulag og notast er við í Ryder keppni Bandaríkjanna og Evrópu. Startað var út á öllum teigum jafnt.
Hart var barist en niðurstaðan varð sú að lið formans hafði betur, þar sem hans lið vann fleiri holur. Að loknu móti var sest að snæðingi í golfskálanum, dýrindis lambakjöt frá Hótel Ísafirði. Veislustjóri var Finni Magg, og stóð sína vakt með sóma.
Glímuna man ég miklu enn,
– mörgum þótti’ að gaman, —
er lærðir sína’ og leikir menn
leiddu hesta saman.
Bændur Páll og Glímu-Gestur, –
Grímseyjar hinn fyrri prestur.
Grímur Thomsen
Sökum vinds- og vatnsveðurs hefur mótanefnd ákveðið að fresta bændaglímunni til morgunus, sunnudags.
Hefjum leik kl 15.30, mæting 15.00
HG mótið var haldið um síðustu helgi, en mótið er lokamót Sjávarútvegsmótaraðarinnar í golfi á Vestfjörðum. Í mótinu er keppt á golfvöllum á Vestfjörðum: Vesturbotnsvelli á Patreksfirði, Litlueyrarvelli á Bíldudal, Syðridalsvelli í Bolungarvík og Tungudalsvelli í Ísafjarðarbæ. Það eru fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskeldi sem eru stuðningaðilar mótaraðarinnar. Fyrirtækin eru:
Mótaröðinni lýkur venjulega á Tungudalsvelli með tveggja daga móti, HG mótinu. Að þessu sinni var mótið skorið niður í einn dag, enda veðurspá slæm og útlit fyrir slagviðri á laugardeginum. Mótið var því klárað á sunnudegi, og óhætt að segja að veðrið hafi verið alls konar, en þó bærilegt fyrir golfara, hlýtt en skúraleiðingar annað slagið.
Fjörutíu golfarar voru mættir til leiks á sunnudagsmorgun, en keppt var bæði í punktakeppni og höggleik. Keppendur komu frá Vestfjörðum og einnig voru gestir komnir lengra frá.
Sigurvegari í höggleik í kvennaflokki var Bjarney Guðmundsdóttir á 86 höggum, Ásdís Birna Pálsdóttir í öðru sæti á 88 höggum og Björg Sæmundsdóttir í þriðja sæti á 89 höggum.
Í karlaflokki sigraði Páll Birkir Reynisson á 72 höggum, Flosi Valgeir Jakobsson var í öðru sæti á 76 höggum og Baldur Ingi Jónasson í þriðja sæti á 80 höggum.
Í unglingaflokki sigraði Haukur Fjölnisson.
Í punktakeppni sigraði Brynja Haraldsdóttir á 40 punktum, Ásdís Birna Pálsdóttir í öðru sæti á 39 punktum og Jakob Tryggvason var í þriðja sæti á 39 punktum.
Sigurvegari í Sjávarútvegsmótaröðinni var Flosi Valgeir Jakobsson.
Það er gaman að segja frá því að sigurvegari í kvennaflokki, Bjarney Guðmundsdóttir er amma sigurvegarans í karlaflokki, Páls Birkis Reynissonar. Það var einmitt amman sem kenndi barnabarninu golf á sínum tíma hér á Tungudalsvelli, og hefur skilað sér í afburða golfara í dag. Það er einmitt þannig með golfið að það er mjög fjölskylduvænt, og ekki óalgengt að ungir golfarar njóti leiðsagnar og félagskapar afa og ömmu við að tileinka sér þessa dásamlegu íþrótt. Fljótlega fer ungviðið fram úr gömlu brýnumun, en þau halda hins vegar áfram að njóta félagskapar hvors annars, og spila saman golf. Forgjafarkerfið gefur möguleika á að keppa hvor við annað, þó munur sé á getu í golfi, og er einmitt töfrar þessarar íþróttar. Bjarney og Páll Birkir voru einmitt saman í holli, ásamt Óla Reyni afa meistarans.
HG mótið var haldið um síðustu helgi, en mótið er lokamót Sjávarútvegsmótaraðarinnar í golfi á Vestfjörðum. Í mótinu er keppt á golfvöllum á Vestfjörðum: Vesturbotnsvelli á Patreksfirði, Litlueyrarvelli á Bíldudal, Syðridalsvelli í Bolungarvík og Tungudalsvelli í Ísafjarðarbæ. Það eru fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskeldi sem eru stuðningaðilar mótaraðarinnar. Fyrirtækin eru:
Mótaröðinni lýkur venjulega á Tungudalsvelli með tveggja daga móti, HG mótinu. Að þessu sinni var mótið skorið niður í einn dag, enda veðurspá slæm og útlit fyrir slagviðri á laugardeginum. Mótið var því klárað á sunnudegi, og óhætt að segja að veðrið hafi verið alls konar, en þó bærilegt fyrir golfara, hlýtt en skúraleiðingar annað slagið.
Fjörutíu golfarar voru mættir til leiks á sunnudagsmorgun, en keppt var bæði í punktakeppni og höggleik. Keppendur komu frá Vestfjörðum og einnig voru gestir komnir lengra frá.
Sigurvegari í höggleik í kvennaflokki var Bjarney Guðmundsdóttir á 86 höggum, Ásdís Birna Pálsdóttir í öðru sæti á 88 höggum og Björg Sæmundsdóttir í þriðja sæti á 89 höggum.
Í karlaflokki sigraði Páll Birkir Reynisson á 72 höggum, Flosi Valgeir Jakobsson var í öðru sæti á 76 höggum og Baldur Ingi Jónasson í þriðja sæti á 80 höggum.
Í unglingaflokki sigraði Haukur Fjölnisson.
Í punktakeppni sigraði Brynja Haraldsdóttir á 40 punktum, Ásdís Birna Pálsdóttir í öðru sæti á 39 punktum og Jakob Tryggvason var í þriðja sæti á 39 punktum.
Sigurvegari í Sjávarútvegsmótaröðinni var Flosi Valgeir Jakobsson.
Það er gaman að segja frá því að sigurvegari í kvennaflokki, Bjarney Guðmundsdóttir er amma sigurvegarans í karlaflokki, Páls Birkis Reynissonar. Það var einmitt amman sem kenndi barnabarninu golf á sínum tíma hér á Tungudalsvelli, og hefur skilað sér í afburða golfara í dag. Það er einmitt þannig með golfið að það er mjög fjölskylduvænt, og ekki óalgengt að ungir golfarar njóti leiðsagnar og félagskapar afa og ömmu við að tileinka sér þessa dásamlegu íþrótt. Fljótlega fer ungviðið fram úr gömlu brýnumun, en þau halda hins vegar áfram að njóta félagskapar hvors annars, og spila saman golf. Forgjafarkerfið gefur möguleika á að keppa hvor við annað, þó munur sé á getu í golfi, og er einmitt töfrar þessarar íþróttar. Bjarney og Páll Birkir voru einmitt saman í holli, ásamt Óla Reyni afa meistarans.
Mótanefnd hefur ákveðið að fella niður fyrri leikdag í HG mótinu leika eingöngu 18 holur á sunnudegi.
Rástímar mun halda sér, færast frá laugardegi yfir til sunnudags.
Stigagjöf verður því eins og um eins dags mót verður að ræða og mótsgjald verður kr. 4.500
Nú fer að draga til tíðinda í hinum ýmsu mótaröðum. Hörð barátta er í Hamraborgarmótaröðini. Ásdís Pálsdóttir leiðir með 3 punktum á næsta mann sem er hennar Villi Matt, stefnir í fjölskylduerjur. 9 punktar niður í 5 sæti. Nú getur allt gerst þar sem 9 bestu mótin telja og nú eru einir 13 kylfingar komnir með þann kvóta. Nú er bara að skora vel og henda út slæmum hring. Stöðuna í mótaröðinni má nálgast hér undir mót:
https://golfisa.is/klubburinn/skrar_og_skjol/skra/39/
Athugið að við hefjum leik núna kl. 18.00.
Svo er það Sjávarútvegsmótaröðin. Lokamótið er á dagskrá nú um komandi helgi, tveggja daga mót. Veðurspáin er ekki kræsileg og er möguleiki í stöðunni að fresta leik til sunnudags og breyta móti í eins dags mót. Þá myndu stigin vera eins og í eins dags móti eins og reglugerðin segir og mótsgjald lækka einnig. Mótanefnd mun senda út tilkynningu á föstudag hvernig þetta verður, biðjum kylfinga að fylgast með.
Staðan í mótaröðinni er spennandi, margir eiga möguleika á sigri í höggleig karla og kvenna, punktakeppninni sem og unglingaflokki. Munið að 6 bestu mótin telja þannig að ansi margir eiga möguleika. Stöðu í öllum flokkum má finna hér inni á síðunni:
Sveit GÍ 50 ára og eldri endaði í 2. sæti í 3. deildinni
Úrslitaleikurinn um að fara upp í 2. deild fór fram í miklu slagveðri og réðust úrslit ekki fyrr en á 18 holu í 2 leikjum af þremur. Vissulega endaði leikurinn 3-0 en ekki hefði mikið þurft til að leikirnir hefðu unnist.
Frábær árangur hjá sveitinni okkar.
Hér má sjá umfjöllun á golf.is um mótið og úrslit í einstökum leikjum:
https://www.golf.is/islandsmot-golfklubba-2023-50-golfklubbur-fjallabyggdar-sigradi-i-3-deild-karla/