image

Meistaramót GÍ - Hjálmar Jakobsson og Bjarney Guðmundsdóttir klúbbmeistarar

Meistaramót GÍ 2024 fór fram dagana 10. - 13. júlí.  43 keppendur voru skráðir til leiks í 7 flokkum.  Metþátttaka en elstu menn muna ekki eftir annari eins þátttöku í meistaramóti.  Erfitt veður var fyrstu þrjá dagana, mikill vindur en lokadaginn var loksins almennilegt golfveður.

Keppt var í eftirfarandi flokkum og voru úrslit:

1. flokkur karla

1.  Hjálmar Helgi Jakobsson    304 högg

2.  Ásgeir Óli Kristjánsson        311 högg

3.  Viktor Páll Magnússon        319 högg

 

1. flokkur kvenna

1.  Bjarney Guðmundsdóttir    374 högg

2.  Sólveig Pálsdóttir               387 högg

 

Unglingaflokkur 

1.  Grétar Nökkvi Traustason    208 högg

2.  Pétur Arnar Kristjánsson     219 högg

3.  Tómas Orri Baldursson        224 högg

 

Öldungaflokkur

1.  Vilhjálmur Gísli Antonsson   179 högg

2.  Óðinn Gestsson                  188 högg

3.  Tryggvi Sigtryggsson           199 högg

 

2. flokkur karla

1.  Guðni Ó. Guðnason              353 högg

2.  Jakob Tryggvason                 370 högg

3. Guðjón Ólafsson                    373 högg

 

2. flokkur kvenna

1.  Hanna Mjöll Ólafsdóttir          213 högg

2.  Guðrún Á Stefánsdóttir          219 högg

3.  Heiða Björk Ólafsdóttir           227 högg

 

3. flokkur karla

1.  Endre Koi                              233 högg  (eftir bráðabana)

2.  Benedikt Hermannsson           233 högg

3.  Anton Freyr Traustason           238 högg

 

Heildarúrslit í mótinu er svo hægt að nálgast hér á golf.is:

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/4422875/results

 

image

Fiskvinnslan Íslandssaga 25 ára

Á laugardaginn kemur fer fram mót í sjávarútvegsmótaröðinni, Íslandssögumótið.

Fiskvinnslan Íslandssaga heldur upp á 25 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni af því mun Íslandssaga færa Krabbameinsfélaginu Sigurvon styrk eftir árangri kylfinga í mótinu.  Hefur Íslandssaga heitið á kylfinga og mun greiða kr.

10.000 fyrir hvern fugl.

50.000 fyrir hvern örn.

100.000 fyrir holu í höggi.

Hvetjum kylfinga til að skrá sig tímanlega, skráning á golfbox.

 

Um liðna helgi fóru fram tvö mót í sjávarútvegsmótaröðinni, Oddamótið á Patró go Arnarlaxmótið á Bíldudal.

Úrslit í mótunum má finna hér:

Oddamótið

Arnarlaxmótið

 Stöðuna í mötaröðinni eftir flokkum má síðan finna hér á heimasíðu GÍ:

https://golfisa.is/mot/

 

image

Bændaglíman, uppskeruhátíð G.Í.

Uppskeruhátíð Golfklúbbs Ísafjarðar, Bændaglíman, var haldin á Tungudalsvelli s.l. sunnudag. Bændaglíman er golfmót þar sem skipt er í tvö lið og keppt er í Texas, betri bolta og samanlögðu. Formaður klúbbsins velur í annað liðið og formaður mótanefndar í hitt liðið. Keppnin átti að fara fram á laugardegi en þurfti að fresta því um einn dag vegna veður.

Það voru 44 mættir til leiks og spilað í ágætu veðri, níu holur. Keppnin gengur út á að vinna holu þar sem tveir eru á móti tveimur. Þetta er sama fyrirkomulag og notast er við í Ryder keppni Bandaríkjanna og Evrópu. Startað var út á öllum teigum jafnt.

Hart var barist en niðurstaðan varð sú að lið formans hafði betur, þar sem hans lið vann fleiri holur. Að loknu móti var sest að snæðingi í golfskálanum, dýrindis lambakjöt frá Hótel Ísafirði. Veislustjóri var Finni Magg, og stóð sína vakt með sóma.

Glímuna man ég miklu enn,
– mörgum þótti’ að gaman, —
er lærðir sína’ og leikir menn
leiddu hesta saman.
Bændur Páll og Glímu-Gestur, –
Grímseyjar hinn fyrri prestur.

Grímur Thomsen