6. sætið varð niðurstaðan - Íslandsmót 50 + - 3. deild
Leikurinn um 5. sætið gegn Vogum fór fram í miklu hvassviðri, vindur í kringum 20 m/2 sem hentaði okkar spilurum frekar illa, vanir logni hér á Ísafirði.
Baldur tapaði sínum leik 3/2 og Guðjón og Jakob sínu 6/5 og Einar náði jöfnu.
Niðurstaðan varð því 6. sætið sem er ljómandi gott.
Eftir höggleikinn var sveitin í 8 sæti og fékk þá Grindavík í holukeppni en þeir enduðu í 5. sæti eftir höggleikinn.
Í holukeppninni sigruðu Baldur(5 yfir og 4 eftir) og Einar (4 yfir og 3 eftir) sína leiki en Krissi og Guðni töpuðu sínum leik í fjórmenningnum á síðustu holu. Þetta þýðir að GÍ leikur við sigurvegarann úr viðureign liðanna sem enduðu í 6. og 7. sæti sem reyndist vera Vogar Vatnsleysuströnd. Við mætu þeim á morgun laugardag og hefjast leikar kl. 8.30.
Deila