Fréttir

Sigurvegar í Ísaldnssögumótinu
Villi Matt fór holu í höggi

Fréttir af mótum - Villi Matt fór holu í höggi á Íslandssögumótinu

Veðrið lék við kylfinga báða dagana en þátttaka hefði mátt vera betri, 32 kylfingar tóku þátt í báðum mótunum.

Leikar fóru þannig í Íslandssögumótinu:

Karlaflokkur:

1. Baldur Ingi Jónasson                74 högg

2. Julo Thor Rafnsson GÍ              76 högg

3.  Ásgeir Óli Kristjánsson GÍ        78 högg

Kvennaflokkur:

1. Sólveig Pálsdóttir GÍ                 85 högg

2. Anna Guðrún Sigurðardóttir GÍ  87 högg

3. Bjarney Guðmundsdóttir GÍ       94 högg

Punktakeppni:

1. Sævar Þór Ríkarðsson GÍ           44 punktar

2. Grímur Lúðvíksson GOS             39 punktar

3. Karl Hjálmarson GÍ                    39 punktar

 

Vilhjálmur Matthíasson GÍ gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7 holu, annað skiptið sem Villi fer holu í höggi á ferlinum.  Vel gert Villi.

Annars má sjá öll úrslit í mótinu hér.

 

Úrslit í Klofningsmótinu voru síðan sem hér segir:

Karlaflokkur:

1. Ásgeir Óli Kristjánsson GÍ                  75 högg

2. Runólfur Kristinn Pétursson GOB        77 högg

3. Guðmundur Kristinn Albertsson GOB  77 högg

Kvennaflokkur:

1. Bjarney Guðmundsdóttir GÍ               99 högg

2. Ásdís Pálsdóttir GÍ                            103 högg  (eftir bráðabana við Sólveigu)

3. Sólveig Pálsdóttir GÍ                         103 högg

Punktakeppni:

1. Guðmundur Kristinn Albertsson GOB  41 punktur

2. Þorgils Gunnarsson GOB                    39 punktar

3. Vilhjálmur Matthíasson GÍ                  38 punktar

Úrslit mótsins í heild sinni má finna hér.

 

Eftir mót helgarinnar leiðir Baldur Ingi Jónasson GÍ karlaflokkinn með 5.965 stig, kvennaflokkinn leiðir Anna Guðrún Sigurðardóttir með 4.417,5 stig og punktakeppnina leiðir Guðmundur Kristinn Albertsson GBO með 4.129 stig.

Fjöldi móta er enn eftir og margt getur enn gerst.

Heildarstöðuna í mótaröðinni má svo sjá hér

 


Deila