Mótamál
HG mótið verður næstu helgi.
Fimmtudagsmótið á sínum stað, Salli enn efstur.
Meira
Teir keppendur frá Golfklúbbi Ísafjarðar tóku þátt í Íslandsmóti Unglinga í höggleik dagana 21-23 ágúst.
Sveit GÍ endaði í 5 sæti í 3. deild í sveitakeppni 50 ára og eldri
GÍ sendir sveit í Íslandsmót 50 ára og eldri í fyrsta skipti í áratugi þetta árið og hófust leikar í dag og stóð sveitin sig ljómandi vel.
Siggi Hafsteins golfkennari hefur verið með kennslu fyrir félaga í Golfklúbbi Ísafjarðar í vikunni. Námskeiðin, sem voru þrjú, stóðu yfir mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Tuttugu og fimm félagar skráðu sig á námskeiðin sem voru fullbókuð. Í fyrri tveim tímunum var farið yfir golfsveifluna og síðasti tíminn fór í stutta spilið og pútt. Einmuna veðurblíða var á Tungudalsvelli meðan námskeiðið fór fram.
Ekki var annað að heyra en fólk væri ánægt með kennsluna, en þetta var fyrsta náskeiðið sem klúbburinn hefur boðið var upp á síðan Covid 19 braust út. Tvö ár eru langur tími án þess að hitta golfkennara og fara yfir öll atrið golfsins; laga gripið, stöðun, sveifluna, enda er golfíþróttin flókin og vandasöm íþrótt.
Með því að slaka á sveiflunni og leyfa úliðnum að leika frjálsum getur golfari lengt höggin um 10 – 20 metra, og ekki bara það heldur slegið beint, sem þykir mikil kostur í leiknum. Einn ánægður nemandi sagði að Siggi hefði lagað gripið og allt í einu var upphafshöggið með ásnum orðið langt og beint, sem er toppurinn í tilverunni hjá golfara. Annar sagðist þurfa að um reikna allt golfið hjá sér þar sem járnahöggin hafa lengst um 15 metra. En það er ekki nóg að slá langt og beint ef mörg högg fara í síðustu 20 metrana, og því eru vippin og púttin lykilatrið til að lækka forgjöfina.
Það er frágengið við Sigga að hann komi í lok maí eða byrjun júní á næsta ári og taki ísfirska golfara í tíma og undirbúi þá fyrir golfvertíðna næsta sumar. Jafnframt kom sú hugmynd upp að Siggi útvegi gott tilboð í kennsluferð snemma næsta vors til Spánar. Ferðin verður sérstaklega miðuð fyrir byrjendur í golfi, t.d. þar sem forfallnir golfarar geta tekið makann í suðrænt loftslag til að koma þeim yfir fyrstu hindranir í þessari krefjandi íþrótt. Til að njóta golfsins í botn er nauðsynlegt að taka makann með á völlinn og losna þannig við öll átök í hjónabandinu, enda íþróttin tímafrek.
Bjarki lagði Jóhann Torfason í úrslitaleik 3 og 2. Þriggja holu forskot þegar tvær holur voru eftir.
Lið Golfklúbbs Ísafjarðar tók þátt í þriðju deild Íslandsmóts golfklúbba þessa síðastliðnu helgi.
Arctic Fish golfmótið, sem er hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni, var haldið sunnudaginn 28. júlí á Tungudalsvelli.
Nú eru öll borgandi skilti komin upp á golfskálann og langur listi yfir stuðningsaðila Golfklúbbs Ísafjarðar.