image

Sveitakeppni á Tungudalsvelli

Um síðustu helgi hélt Golfklúbbur Ísafjarðar Sveitakeppni í golfi í þriðju deild. Miðsumars voru áhöld um hvort við gætum haldið mótið vegna þess hve illa flatir og teigar komu undan vetri. Ákvörðun var tekin um að halda okkar striki, leggja okkur öll fram um að laga það sem hægt væri, og bjóða síðan gestum okkar upp á góða þjónustu.

Nú liggur fyrir að almenn ánægja þátttakenda var með golfvöllinn, aðstöðu og þjónustu. Það er ekki sjálfgefið en ljóst að félagsmenn hafa lagt sig alla fram um að klára þetta verkefni með sæmd.

Slíkt er ekki mögulegt nema með almennu átaki og margir leggist á árarnar til að gera svona mót jafn glæsilegt og það var. Mikið var undir um að þetta tækist vel, orðstýr klúbbsins og ekki síður Tungudalsvallar.

Stjórn Golfklúbbs Ísafjarðar vill þakka þeim fjölmörgu sem gerðu þetta mögulegt, starfsmönnum og öðrum félagsmönnum klúbbsins. Kærar þakkir fyrir vel unnin störf!

Stjórn G.Í.

image

Íslandsmót Golfklúbba í 3 Deild að hefjast

Þann 12. Ágúst hefst Íslandsmót Golfklúbba í 3. Deild á Tungudalsvelli.  Fyrstu leikirnir eru kl 08.00.  Í þessari keppni eru lið heimamanna Golfklúbbs Ísafjarðar og svo líka lið Golfklúbbs Bolungarvíkur.    Auð auki eru 6 önnur lið, frá Hveragerði, Skagafirði, Húsavík, Borgarnes, Grindavík og Eskifirði.

 

Lið Ísafjarðar er skipað eftirfarandi leikmönnum.

 

Anton Helgi Guðjónsson

Ásgeir Óli Kristjánsson

Baldur Ingi Jónasson

Hjálmar Helgi Jakobsson

Jón Gunnar Shiransson

Julo Thor Rafnsson

 

 

Góð blanda af eldri og yngri leikmönnum sem eru í fyrsta flokki GÍ og hafa auk þess keppt í mótum Golfklúbbs Ísafjarðar og í mótum Golfsambands Íslands.   Reynt verður að flytja fréttir af úrslitum sem og setja inn hlekki á úrslit og rástíma þegar það liggur fyrir.

 

Það mun opna snemma í golfskálanum þar sem verður hægt að fá morgunverð frá 07.00 til 08.00 og hádegisverð frá 12.00 til 13.00 til viðbótar við  þær veitingar sem hafa verið í boði í sumar í skálanum.

 

Af pallinum í golfskálanum má sjá yfir völlinn og því kjörið fyrir áhugasama að mæta og fylgjast með.

 

Vegna mótsins verður völlurinn lokaður á fimmtudag frá kl 21:30 og allir kylfingar þurfa að yfirgefa völlinn fyrir þann tíma.  Vollur verður síðan lokaður fram á sunnudag, opnar aftur 15.00 á sunnudag.

Hægt verður að fylgjast með stöðunni og úrslitum leikja hér.