Fréttir

Birgir Leifur sigraði í Arctic Fish mótinu, þurfti þó bráðabana til

Engir aukvisar tóku þátt í Arctic Fish mótinu þar sem keppt var í logni og sæmilega hlýju veðri. Birgir Leifur Hafþórsson GKG heiðraði okkur með nærveru sinni en þurfti að hafa fyrir sigrinum. Hrafn okkar Guðlaugsson GÍ lék einnig á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og þurfti Birgir bráðabana til að knýja fram sigur.  Í þriðja sætinu varð Flosi Jakobsson GBO á 71 höggi.

Kvennaflokkinn vann síðan Hólmfríður Einarsdóttir, Golfklúbbnum Esju á 85 höggum , Bjarney Guðmundsdóttir GÍ og Björg Sæmundsdóttir GP komu næstar á 89 höggum og hafði Björg betur í bráðabana og endaði því í 2. sæti.

Unglingaflokkinn vann Þorleifur Ingi Birgisson(Hafþórssonar) á 28 punktum.

Sigurvegarinn í opnum flokki  í punktakeppni varð Andri Tómas Gunnarsson GR á 44 punktum, Þorgils Gunnarsson GBO varð annar á 41 punkti og í þriðja sæti varð Jón Arnar Sigurðarson GBO á 39 punktum.

Annars má sjá úrslitin í heild sinni hér:

Arctic Fish

Að móti loknu var boðið til fiskiveislu þar sem Guðjón Þorsteinsson eldaði þorskhnakka af mikilli list og Finni sá um að þjóna til borðs. Mikil stemming var í Golfskálanum góður rómur gerður að veisluföngum. Það spillti ekki að fylgjast með bráðabana í karla og kvennaflokki og í framhaldi að fylgjast með verðlaunaafhendingu. 

Golfklúbbur Bolungarvíkur var með Jakob Valgeir mótið á laugardeginum, mótið er einnig hluti af sjávarútvegsmótaröðinni.  Úrslitin í því móti má finna hér:

Jakob Valgeir

Mótið var haldið í norð-austan kalda, þokuloft til að byrja með en sólin bræddi sig í gegn þegar líða tók á daginn. Í hálfleik var boðið upp á fisk, a. la. Gaui Þorsteins.

Að þessum tveimur mótum loknum er bara eitt mót eftir í mótaröðinni, HG mótið sem fer fram 27. - 28. ágúst.  Töluverð spenna er í öllum flokkum, margt getur enn gerst,  en stöðuna má nálgast hér á heimasíðu GÍ:

https://golfisa.is/mot/

 

Á morgun fimmtudag verður síðan fimmtudagsmót venju samkvæmt, skáning hér og á laugardag verður VÍS mótið, stefnir í góða skráningu, 28 keppendur nú þegar skráðir til leiks.  Leikinn verður betri bolti, tveir í liði, hvor leikur sínum bolta og sá sem skilar fleiri punktum á hverri holu telur.  Skráning hér.


Deila