Lokamót Sjávarútvegsmótaraðarinnar fer fram um helgina. - Dregur til tíðanda í Hamraborgarmótaröðinni
Stærsta mót ársins, HG mótið fer fram um helgina, 36 holu höggleikur, tveggja daga mót. Mótið er jafnframt lokamót Sjávarútvegsmótaraðarinnar þetta árið. Töluverð spenna er fyrir lokaumferðina þar sem fleiri stig eru í boði fyrir efstu menn í þessu móti, sigurvegarinn fær 2.000 stig. Áhugasamir geta kynnt sér stöðuna fyrir lokamótið hér á heimasíðu okkar.
Línur eru nú farnar að skýrast í Hamraborgarmótaröðinni. Einn keppandi hefur lokið 9 mótum en nú fara fleiri að ná þeim fjölda en 9 bestu mótin telja til úrslita. Mögulegt að Gauti falli úr fyrsta sætinu á morgun en hann hefur setið á toppnum í nær allt sumar.
Stöðuna fyrir mót dagsins má sjá hér.
Kylfingar hvattir til að skrá sig snemma til leiks í mótin, skráning fer fram hér á golfbox.
Deila