Fréttir

Bændalíman á laugardag - Mikil spenna í Hamraborgarmótaröðinni

Síðasta og skemmtilegasta mót ársins fer fram á laugardaginn.  Bændaglíman.  Mótið hefst kl. 17.00 og venju skv. gerum við okkur glaðan dag að móti loknu.  Skráning og upplýsingar um mótið hérá Golfbox. 

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/5027267/info

Minnum á að 18 ára aldurstakmark er í mótinu.

Kylfingar hvattir til að skrá sig tímanlega til að auðvelda undirbúning.

 

Hamraborgarmótaröðin er þó enn í gangi og verður eitthvað áfram eða eins lengi og veður leyfir.  Ath að búið er að færa mótin til 17.00 sökum birtuskilyrða.

Spennan er í algleymingi en Villi Matt er með eins stigs forystu á Pétur Kristjánsson.  9 bestu mótin telja og eiga fleiri kylfingar möguleika á að ná þeim félögum.

Staðan í mótaröðinni er hér:

https://golfisa.is/klubburinn/skrar_og_skjol/skra/59/


Deila