Fréttir

Fréttir af mótum

Tvö mót voru í Sjávarútvegsmótaröðinni um helgina, Jakob Valgeir mótið var í Bolungarvík á laugardeginum og Hampiðjumótið á Ísafirði á sunnudegi.

Sigurvegarar í Hampiðjumótnu voru:

Karlaflokkur         Julo Rafnson á 71 höggi

Kvenaflokkur      Björg Sæmundsdóttir á 87 höggum

Unglingaflokkur  Tómas Orri Baldursson á 45 punktum (Pétur Kristjánsson lek einnig á 45 punktum en var verri á seinni 9)

Punktaflokkur     Benedikt Jóhannsson á 43 punktum

Reyndar fengu Tómas og Pétur fleiri punkta en eingöngu var hægt að vinna í einum flokki.

Nánari úrslit í mótinu er svo hægt að nálgast á Golfbox, sama með Jakob Valgeirs mótið í Bolungarvík.

 

Eftir mót helgarinnar eru línur farnar að skýrast í mótaröðinni þó svo töluverð spenna sé fyrir lokaumferðina.  Eftsu menn eru:

Karlaflokkur         Julo Thor Rafnsson

Kvennaflokkur:    Sólveig Pálsdóttir

Unglingafl:          Sigurður Hólmsteinn Olgeirsson

Punktafl:             Sigurður Hólmsteinn Olgeirsson

Eingöngu er hægt að fá verðlaun í einum flokki svo líklegt er að aðrir en unglingar sigri í punktakeppninni en unglingarnir okkar raða sér í efstu sætin í punktakeppninni, verulega jákvætt.

Annars má finna heildarstöðuna í mótaröðinni hér á heimasíðu okkar:

Golfklúbbur Ísafjarðar / Mót

 

 

 


Deila