Úrslit í HG mótinu. - Úrslit í sjávarútvegsmótaröðinni liggja fyrir
Lokamót sjávarútvegsmótaraðarinnar árið 2024, HG mótið fór fram á Tungudalsvelli 31. ágúst.
Fóru leikar þannig að í karlaflokki sigraði Flosi Jakobsson GBO á 72 höggum, í kvennaflokki sigraði Sóleig Pálsdóttir GÍ á 87 höggum, unglingaflokkinn vann Sigurður Olgeirsson GBO á 32 punktum og í punktakeppni opnum flokki var Stefán Hafberg GÍ hlutskarpastur á 41 punkti
Heildarútslit í mótinu er hægt að nálgast hér:
https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/4422895/results
Í kjölfar mótsins voru verðlaun afhent fyrir sjávarútvegsmótaröðina en kylfingar safna stigum eftir árangri hvers móts sem eru 8 talsins yfir sumarið.
Sigurvegarar í sjávarútvegsmótaröðinni 2024 voru:
Karlaflokkur: Julo Rafnsson GÍ
Kvennaflokkur: Bjarney Guðmundsdóttir GÍ
Unglingaflokkur: Pétur Arnar Kristjánsson GÍ
Punktakeppni: Baldur Ingi Jónasson GÍ
Heildarúrslit í mótaröðinni er hægt að nálgast hér á heimasíðu GÍ.
Deila