Fréttir

Sigurvegarar í karlaflokki
Sigurvegarar í kvennaflokki

HG mótið - Anton og Björg sigruðu

Eftir tveggja daga keppni og 36 holur leiknar  sigraði Anton Helgi með eins höggs mun, var einu höggi á undan Ásgeiri Kristjánssyni.  Í þriðja sæti eftir bráðabana kom síðan Baldur Ingi Jónasson, lék hann á 160 höggum samtals eins og Högni Gunnar Pétursson.  Allir koma þessir kylfingar frá Golfklúbbi Ísafjarðar.

Í kvennaflokki sigraði Björg Sæmundsdóttir frá Golfklúbbi Patreksfjarðar á 184 höggum.  Í öðru sæti kom Sólveig Pálsdóttir á 192 höggum og í því þriðja var Ásdís Pálsdóttir á 205 höggum, báðar eru þær frá Golfklúbbi Ísafjarðar.

Einnig var keppt í punktakeppni í ofangreindum flokkum.  

Í karlaflokki sigraði Jóhann Birkir Helgason GÍ á 71 punkti, annar varð Runólfur Pétursson GBO á 68 punktum og Guðni Ó. Guðnason GÍ  í því þriðja á 67 punktum.

Í kvennaflokki sigraði Sólveig Pálsdóttir GÍ á 55 punktum, Björg Sæmundsdóttir GP varð í 2. sæti einnig með 55 punkta og í því þriðja varð Brynja Haraldsdóttir GP á 54 punktum. 

50 keppendur tóku þátt í mótinu og fengu ágætis veður á laugardeginum.  Sunnudagurinn var öllu erfiðari, rok og rignig.  Heildarniðurstöðuna í mótinu má sjá  hér.

 

HG mótið var lokamótið í Sjávarútvegsmótaröðinni og því ljóst eftir mót hverjir stæðu upp sem sigurvegar í mótaröðinni.

Karlaflokkur

Án forgjafar

1.  Högni Gunnar Pétursson  GÍ  6.212,5 stig

2.  Ásgeir Óli Kristjánsson     GÍ  6.092,5 stig

3.  Karl Ingi Vilbergsson GÍ        5.877,8 stig

Punktar

1.  Jón Gunnar Shiransson GÍ     5.455 stig

2.  Julo Thor Rafnsson GÍ           4.737,5 stig

3.  Wirot Khinsanthia GBO          4.150 stig

 

Kvennaflokkur

Án forgjafar

1.  Björg Sæmundsdóttir GP      7.550 stig

2.  Sólveig Pálsdóttir GÍ             6.512,5 stig

3.  Bjarney Guðmundsdóttir GÍ   4.815 stig

Punktar

1.  Ásdís Birna Pálsdóttir GÍ        6.670 stig

2.  Brynja Haraldsdóttir GP         5.125 stig

3.  Birna S. Richarðsdóttir GH     3.900 stig

 

Karlar 55 ára og eldri

Án forgjafar

1.  Unnsteinn Sigurjónsson GBO 6.602,5 stig

2.  Kristinn Þ. Kristjánsson GÍ     6.235 stig

3.  Páll Guðmundsson GBO         4.875 stig

Punktar

1.  Runólfur Pétursson  GBO       5.165 stig

2.  Guðmundur Gústafsson GH    5.155 stig

3.  Vilhjálmur Matthíasson GÍ      3.710 stig.

Þess má geta að Unnsteinn var einnig efstur í punktakeppni 55 ára og eldri með 6.317,5 stig en reglur mótaraðarinnar eru þannig að ekki er hægt að vinna til verðlauna í tveimur flokkum og því er Runólfur þar efstur á blaði.

Annars má sjá heildarniðurstöðuna í mótaröðinni hér,  hvað hver keppandi fékk mörg stig í hverju móti.

        


Deila