Fréttir

Sveit GÍ
Einar Gunnlaugsson kominn úr sokkum og skóm

GÍ endaði í 4. sæti

Í liðinni viku fór fram sveitakeppni 50 ára og eldri.  GÍ leikur í 3. deild og fóru leikar svo að sveit Ísafjarðar náði 4. sæti.

Sveitina skipuðu Baldur Ingi Jónasson, Einr Gunnaugsson, Guðjón Helgi Ólafsson, Guðni Ó. Guðnason, Karl Ingi Vilbergsson og Jakob Ólafur Tryggvason.

Í fyrstu umferð mætti liðið Vatnsleysuströnd og vannst leikurinn 2-1.

 Í annari umferð mættum við Kiðjabergi og vannst sá leikur einnig 2-1. 

Næst mætum við félögum okkar frá Hveragerði en það er orðinn árviss viðburður að mæta þeim og enduðu leikar með stórmeistarajafntefli, 1,5 stig á lið.  Þetta þýðir að GÍ vinna B riðilinn og leika við 2. sætið í A riðli um réttinn að leita til úrslita um að fara upp í 2. deild.

Í undanúrslitum mætum við sveit Öndverðarness sem voru ansi sterkir (enduðu með að fara upp í 2. deild) og fóru leikar 2 1/2 - 1/2.

Þá var eftir leikurinn um bronsið og mætum við sveit Kiðjabergs aftur en stöndum okkur öllu verr að þessu sinni og töpum 3-0.  Allt var gefið í leikinn og fóru leikmenn úr sokkum og skóm til að jafna holu eins og sjá ma á mynd sem fylgir fréttinni.

Heilt yfir vel ásættanleg frammistaða, vinnum riðilinn og ekki mátti miklu muna að leikir í undanúrslitum ynnust.

Úrslit leikja og lokastöðu má finna á þessari slóð:

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1L5pJbkanYsYBku0-ENwIR1L7lswgQYI4/pubhtml#

Umfjöllun um mótið má finna hér á golf.is

https://www.golf.is/islandsmot-golfklubba-2024-go-sigradi-i-3-deild-karla-50/

 


Deila