Fréttir

Línur að skýrast í Sjávarútvegsmótaröðinni

Tvö mót fóru fram í Sjávarútvegsmótaröðinni um helgina, Jakob Valgeir í Bolungarvík og Arctic Fish á Patreksfirði.

Mjög góð þátttaka var í Jakobs Valgeirs mótinu en 77 keppendur tóku þátt, fjölmennasta mótið í mörg ár.

 

Sigurvegara og árangur keppenda má sjá hér:

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/4523112/results

 

Arctic Fish mótið fór fram á Vesturbotnsvelli í dag sunnudag, úrslit má finna hér:

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/4492076/results

 

Þá eru 7 mót búin í mótaröðinni og aðeins eitt eftir, HG mótið sem fer fram á Ísafirði 31. ágúst.

 

Töluverð spenna er í flestum flokkum og margt getur gerst í lokamótinu.

Í karlaflokki leiðir Julo Thor Rafnsson með 7.082 stig og Baldur Ingi Jónasson skammt á eftir með 6.802 stig og nokkrir skammt þar á eftir.  Margt getur því enn gerst.

Bjarney Guðmundsdóttir leiðir kvennaflokkinn, er með 8.257 stig.  Ásdís Birna Pálsdóttir kemur næst með 7.072 stig og Bjarney þannig með nokkuð örugga forystu fyrir lokamótið.  Sólveig Pálsdóttir kemur skammt á eftir Ásdísi, spenna um hver endar í 2. sæti.

Unglingaflokkinn leiðir Pétur Arnar Kristjánsson með yfirburðum og búinn að vinna.  Hann er kominn með 8.550 stig, næsti maður með 3.615 stig og sigurinn í mótaröðinni því í höfn.

Mikil spenna er hins vegar í punktakeppninni.  Baldur Ingi Jónasson leiðir, er með 4.023 stig, Viktor Páll Magnússon kemur næstur með 3.450 stig og margir kylfingar þar skammt á eftir.  Margt getur gerst en fimm verðlaun í boði í punktaflokki.

Heildarstöðuna í öllum flokkum má síðan nálgast hér á heimasíðu okkar undir liðnum mót.  eða bara á þessari slóð:

https://golfisa.is/mot/

 


Deila