image

VÍS mótið í golfi

VÍS mótið í golfi var haldið laugardaginn 5. ágúst á Tungudalsvelli. Mótið var paramót, og nokkuð um að hjón væru saman í liði, en alls ekki einleikið. Þetta var punktakeppni með forgjöf og gilti sameiginlegt skor hjá báðum aðilum. Ræst var út á öllum teigum enda 56 manns mætt til leiks.

Sigurvegarar í mótinu voru Hákon Hermansson og Pétur Már Sigurðsson, á 48 punktum. Í öðru sæti með sama punktafjölda voru Óttar Guðjónsson og Kormákur Geirharðsson. Þriðja sætið vermdu Unnsteinn Sigurjónsson og Ólafur Ragnarsson.  

Það er óhætt að segja að veðrið lék við keppendur, enda margir mættir á stuttbuxum og ermalausum bol. Það var svona spænsk stemming yfir Tungudalsvelli.

image

Arctic Fish mótið

Arctic Fish mótið í golfi var haldið á Tungudalsvelli sunnudaginn 23. júlí. Loksins var logndrífa og ládauður sjór, en vindasamt hefur verið hjá kylfingum í sumar. Spilað var í 12 stiga hita, frekar rakt og hálfgerð súld á köflum, en milt og gott golfveður. Það voru 43 þátttakendur sem tóku þátt í mótinu.

Arctic Fish er einn af helstu stuðningsmönnum Golfklúbbs Ísafjarðar og er golfmótið hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni. Jakob Valgeirs mótið var haldið á Syðridalsvelli daginn áður, en það er einnig hluti af sömu mótaröð.

Sigurvegari í karlaflokki var Gunnsteinn Jónsson, en hann fór 18 holurnar á einum undir pari vallarins, á 71 höggi. Flosi Valgeir  Jakobsson var í öðru sæti á 75 höggum, og Chatchai Phohtiya í þriðja sæti á 77 höggum. Í kvennaflokki sigraði Bjarney Guðmundsdóttir á 90 höggum, Björg Sæmundsdóttir var í öðru sæti á 92 höggum og Brynja Haraldsdóttir í þriðja sæti á 94 höggum.

Í unglingaflokki sigraði Haukur Fjölnisson, Guðmundur Einarson í var í öðru sæti og Grétar Nökkvi Traustason í þriðja sæti.

Í punktakeppni með forgjöf sigraði Gunnsteinn Jónsson með 42 punkta, Einar Guðmundsson var í örðu sæti með 42 punkta og Sigurgeir Einar Karlsson var í þriðja sæti með 40 punkta.

Eftir mót helgarinnar eru þessi efst í Mótaröðinni.  Flosi Jakobsson er efstur í karlaflokki, Sólveig Pálsdóttir í kvennaflokki, Guðmundur Einarsson í unglingaflokki og Chatchai Phothiya í punktakeppninni.  Ljóst að allt getur gerst í lokamótinu, HG mótinu sem fram fer í byrjun september.  Stöðuna í hverjum flokki má finn hér á síðunni undir mót, eða bara hér.

Mikil umferð hefur verið á Tungudalsvelli og einnig á Efri Tungudalsvelli. Báðir vellirnir skarta sínu fegursta og hafa komið vel undan vetri. Næstkomandi laugardag verður Landsbanka mótið í Tungudalsvelli og allri sem geta valdið kylfu eru hvattir til að koma og taka þátt. Gott að mæta fyrst á vikulegt fimmtudagsmót sem hefst kl. 18:30 á fimmtudaginn.

image

Samningur við Íslandsbanka

Nýlega gerði Golfklúbbur styrktarsamning við Íslandsbanka til tveggja ára. Samningurinn skiptir miklu máli fyrir starfsemi klúbbsins og treystir rekstur Tungudalsvallar. 

Með samningnum er Íslandsbanki ásamt Arctic Fish orðin helsti bakhjarl Golfklúbbs Ísafjarðar, að Ísafjarðarbæ að sjálfsögðu undanskildum. 

 

image

Golfnámskeið Golfklúbbs Ísafjarðar í sumar

Nú er sumarvertíðin í Tungudal að komast á fullt. Völlurinn kom vel undan vetri og er óvenju grænn og fallegur, bíðum bara eftir að þorni aðeins. Vætutíðin endar um helgina með hæðarhrygg og bjart víðri og hlýnandi veðri.

Barna og unglingastarfið er að hefjast og munu æfingar byrja 8 júní og standa til 17 ágúst. Æfingar verða tvisvar í viku fyrir börn og unglinga upp að 16 ára aldri. Þeir sem eru eldri en 16 mæta á nýliðanámskeið Golfklúbbs Ísafjarðar.

11 ára á árinu og yngri:  þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00-15.00

12 ára á árinu og til 16 ára: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15.00-16.00

Æfingagjöld eru 25.000 kr. fyrir sumarið.

Þá verður í boði nýliðanámskeið  12 og 14 júní kl. 17.00-18.30 sem lýkur með 9 holu Texas Scramble móti þar sem vanur og óvanur spila saman.  Nýliðanámskeið er ókeypis og lánssett eru ókeypis fyrir nýliða á meðan á námskeiðum stendur.

 Golfklúbbur Ísafjarðar er með lánssett fyrir börn og unglinga og nýliða og fyrir þá sem vilja prófa. 

 Börn og unglingar greiða ekki árgjöld né félagsgjöld  og hvetjum við foreldra til að ská þau í golfklúbbinn og prófa þetta frábæra fjölskyldusport í sumar á Tungudalsvelli.

 Kennari á námskeiðinu er Viktor Páll Magnússon, barna og nýliða kennari í golfi.

 Skráning er hér : Skráningarhlekkur