Fréttir

HG mótið og lok Sjávarútvegsmótaraðarinnar

HG mótið var haldið um síðustu helgi, en mótið er lokamót Sjávarútvegsmótaraðarinnar í golfi á Vestfjörðum. Í mótinu er keppt á golfvöllum á Vestfjörðum: Vesturbotnsvelli á Patreksfirði, Litlueyrarvelli á Bíldudal, Syðridalsvelli í Bolungarvík og Tungudalsvelli í Ísafjarðarbæ. Það eru fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskeldi sem eru stuðningaðilar mótaraðarinnar.  Fyrirtækin eru:

  • ü Hraðfrystihúsið Gunnvör
  • ü Íslandssaga
  • ü Oddi Fiskvinnsla
  • ü Klofningur
  • ü Hampiðjan
  • ü Arctic Fish
  • ü Arnarlax

Mótaröðinni lýkur venjulega á Tungudalsvelli með tveggja daga móti, HG mótinu. Að þessu sinni var mótið skorið niður í einn dag, enda veðurspá slæm og útlit fyrir slagviðri á laugardeginum. Mótið var því klárað á sunnudegi, og óhætt að segja að veðrið hafi verið alls konar, en þó bærilegt fyrir golfara, hlýtt en skúraleiðingar annað slagið.

Fjörutíu golfarar voru mættir til leiks á sunnudagsmorgun, en keppt var bæði í punktakeppni og höggleik. Keppendur komu frá Vestfjörðum og einnig voru gestir komnir lengra frá.

Sigurvegari í höggleik í kvennaflokki var Bjarney Guðmundsdóttir á 86 höggum, Ásdís Birna Pálsdóttir í öðru sæti á 88 höggum og Björg Sæmundsdóttir í þriðja sæti á 89 höggum.

Í karlaflokki sigraði Páll Birkir Reynisson á 72 höggum, Flosi Valgeir Jakobsson var í öðru sæti á 76 höggum og Baldur Ingi Jónasson í þriðja sæti á 80 höggum.

Í unglingaflokki sigraði Haukur Fjölnisson.

Í punktakeppni sigraði Brynja Haraldsdóttir á 40 punktum, Ásdís Birna Pálsdóttir í öðru sæti á 39 punktum og Jakob Tryggvason var í þriðja sæti á 39 punktum.

Sigurvegari í Sjávarútvegsmótaröðinni var Flosi Valgeir Jakobsson.

Það er gaman að segja frá því að sigurvegari í kvennaflokki, Bjarney Guðmundsdóttir er amma sigurvegarans í karlaflokki, Páls Birkis Reynissonar. Það var einmitt amman sem kenndi barnabarninu golf á sínum tíma hér á Tungudalsvelli, og hefur skilað sér í afburða golfara í dag. Það er einmitt þannig með golfið að það er mjög fjölskylduvænt, og ekki óalgengt að ungir golfarar njóti leiðsagnar og félagskapar afa og ömmu við að tileinka sér þessa dásamlegu íþrótt. Fljótlega fer ungviðið fram úr gömlu brýnumun, en þau halda hins vegar áfram að njóta félagskapar hvors annars, og spila saman golf. Forgjafarkerfið gefur möguleika á að keppa hvor við annað, þó munur sé á getu í golfi, og er einmitt töfrar þessarar íþróttar. Bjarney og Páll Birkir voru einmitt saman í holli, ásamt Óla Reyni afa meistarans.


Deila