Bændaglíman, uppskeruhátíð G.Í.
Uppskeruhátíð Golfklúbbs Ísafjarðar, Bændaglíman, var haldin á Tungudalsvelli s.l. sunnudag. Bændaglíman er golfmót þar sem skipt er í tvö lið og keppt er í Texas, betri bolta og samanlögðu. Formaður klúbbsins velur í annað liðið og formaður mótanefndar í hitt liðið. Keppnin átti að fara fram á laugardegi en þurfti að fresta því um einn dag vegna veður.
Það voru 44 mættir til leiks og spilað í ágætu veðri, níu holur. Keppnin gengur út á að vinna holu þar sem tveir eru á móti tveimur. Þetta er sama fyrirkomulag og notast er við í Ryder keppni Bandaríkjanna og Evrópu. Startað var út á öllum teigum jafnt.
Hart var barist en niðurstaðan varð sú að lið formans hafði betur, þar sem hans lið vann fleiri holur. Að loknu móti var sest að snæðingi í golfskálanum, dýrindis lambakjöt frá Hótel Ísafirði. Veislustjóri var Finni Magg, og stóð sína vakt með sóma.
Glímuna man ég miklu enn,
– mörgum þótti’ að gaman, —
er lærðir sína’ og leikir menn
leiddu hesta saman.
Bændur Páll og Glímu-Gestur, –
Grímseyjar hinn fyrri prestur.
Grímur Thomsen
Deila