Fréttir

Vinnukvöld á golfvelli og í golfskála

Undir vaskri stjórn Finna og Andreu var hraustlega tekið til í Golfskálanum, en framundan eru miklar framkvæmdir við hann að utan sem innan. Fjölmenni vann við lagfæringar og endurbætur á golfvellinum til að búa hann undir opnun sem verður á laugardaginn kemur. 

Ákveðið er að fara í mikið hreinsunarstarf á lóð golfklúbbsins, fjarlægja ryðgaða gáma og margra ára uppsöfnun á vörubrettum og öðru rusli. Byrjað var á að losa gámana, en þeir verða fjarlægði fljótlega. Gámur verður tiltækur á svæðinu fyrir næsta vinnukvöld, fimmtudginn 29. apríl, til að losna við ruslið í kringum gámana.

Ákveðið er að skipta um glugga á austur og vestur hlið skálans. Skipt verður um gler á suðurhlið og gluggar málaðir að innan. Skálinn verður síðan málaður við fyrsta tækifæri að utan. Til stendur að fjölga skápum fyrir félaga klúbbsins, en 14 manns eru á biðlista eftir skápum.Unnið við 7 baut

Það verður því nóg að gera en uppskeran verður ríkuleg, skálinn fær andlits upplyftingu, tekið til á lóðinni og til stendur að gera bragarbót á goflvellinum, bæði tæknilega og eins hvað útlit varðar.

Vinnukvöld verður á fimmtudagskvöld og á laugardagsmorgun. Þegar vinnu lýkur um hádegið á laugardag verður eftnt til golfmóts, Texas, fyrir sjálboðaliða og verður það formleg opnun vallarins fyrir sumarið. 


Deila