Fréttir

Viðhald á golfskála

Nú stendur yfir mikil viðhaldsvinna á golfskálanum. Það er gaman að mála og gera fínt en þessi vinna er þó algerlega nauðsynleg, þar sem viðhald var orðið aðkallandi og hefur verið ófullnægjandi undanfarin ár.

Það er mikilvægt að klúbbfélagar leggi hönd á plóginn við þessa vinnu, enda myndi það kosta klúbbinn mikla fjármuni að kaupa iðnaðarmenn til verksins. Sjálfboðavinna er ein leið til að halda félagsgjöldum í lágmarki og gera sem flestum mögulegt að taka þátt í starfsemi Golfklúbbs Ísafjarðar. 

En það fylgir þessari vinnu gleði og gaman að sjá hvernig útlit breytist til batnaðar. Klúbbhúsið er mikil eign og nauðsynlegt fyrir félagsegt starf okkar. Myndin var tekin á sunnudag og má sjá nýja litii á skálanum. 


Deila