Fréttir

Veitingamótinu frestað til sunnudags - Einar vann fimmtudagsmótið

Mun betri spá er fyrir sunnudaginn, því færum við Veitingamótið til sunnudags, skráning í mótið hér. Einir níu veitiingamenn á svæðinu hafa lagt til gjafabréf þannig að 9 efstu liðin hljóta vinning.

Sigurgeir Einar Karlsson vann sitt annað fimmtudagsmót í röð, var með 20 punkta, einum punkti meira en Guðjón Ólafsson og Einar Gunnlaugsson.  Sjá heildarúrslit í móti gærdagsins hér.

Þetta þýðir að spenna er komin í Hamraborgarmótaröðina.  Salli er enn efstur með 196 punkta en Sigurgeir Einar er orðinn ansi líklegur, kominn með 191 punkt eftir 11 mót.  Munið að 12 bestu mótin telja.  Salli er búinn með 14 mót.  Baldur Ingi er einnig með möguleika, er með 184 punkta efitr 11 mót.  Heildarstöðuna í mótaröðinni má finna hér.


Deila