VÍS mótið í golfi
VÍS mótið í golfi var haldið laugardaginn 5. ágúst á Tungudalsvelli. Mótið var paramót, og nokkuð um að hjón væru saman í liði, en alls ekki einleikið. Þetta var punktakeppni með forgjöf og gilti sameiginlegt skor hjá báðum aðilum. Ræst var út á öllum teigum enda 56 manns mætt til leiks.
Sigurvegarar í mótinu voru Hákon Hermansson og Pétur Már Sigurðsson, á 48 punktum. Í öðru sæti með sama punktafjölda voru Óttar Guðjónsson og Kormákur Geirharðsson. Þriðja sætið vermdu Unnsteinn Sigurjónsson og Ólafur Ragnarsson.
Það er óhætt að segja að veðrið lék við keppendur, enda margir mættir á stuttbuxum og ermalausum bol. Það var svona spænsk stemming yfir Tungudalsvelli.
Deila