Fréttir

Sveit GÍ

Sveitakeppni - 3. deild

 
Eftirfarandi leikmenn skipuðuð liðið; Anton Helgi Guðjónsson, Auðunn Einarsson, Ásgeir Óli Kristjánsson, Jón Gunnar Shiransson, Karl Ingi Vilbergsson og Högni Gunnar Pétursson. Blanda af eldri og yngri leikmönnum.
 
8 golfklúbbar sendu lið og var lið GÍ í B riðli með Golfklúbbi Grindavíkur, Golfklúbbi Hveragerðis og Golfklúbbi Flúða. Golfklúbbur Húsavíkur, Golfklúbbur Norðfjarðar, Golfklúbbur Borgarness og Golfklúbburinn Esja voru í A riðli.
Leikirnir við andstæðingana samanstanda af einum leik í fjórmenning þar sem tveir spila saman á móti tveimur úr liði andstæðinga og svo eru leiknir tveir tvímenningsleikir þar sem einn úr hvoru liði keppir. Fjórmennings fyrirkomulagið er með þeim hætti að leikmenn eru í holukeppni en i slá til skiptist af teig og slá svo högg til skiptist, fyrirkomulag sem reynir á gott samstarf og samvinnu spilara. Tvímenningsleikirnir eru holukeppni milli tveggja spilara.
 
Fyrsta viðureignin í riðlakeppninni var á móti Golfklúbbnum Flúðir, og tapaðist sú viðureign 1-2, þar sem Auðunn vann sinn leik, Anton tapaði sínum leik, Jón og Ásgeir töpuðu sínum leik í fjórmenning.
Önnur viðureignin í riðlakeppninni var á móti Golfklúbbi Grindavíkur og tapaðist sú viðureign 1-2, þar sem Auðunn og Anton voru jafnir sínum andstæðingum og Karl og Högni töpuðu sínum leik í fjórmenning.
Þriðja viðureignin í riðlakeppninni var á móti Golfklúbbi Hveragerðis sem vannst 2-1, þar sem Auðunn vann sinn leik, Ásgeir tapaði sínum leik og Jón og Anton unnu sinni leik í fjórmenning.
 
Í ljósi hvernig viðureignirnar fóru þá var neðsta sætið í riðlinum raunin. Neðstu tvo sætin úr hvorum riðli fluttust svo í annan riðil um keppni um 5-8 sætið.
Fyrsta viðureign í keppni um 5-8 sætið var á móti Golfklúbbi Húsavíkur og endaði sú viðureign í jafntefli 1,5-1,5, þar sem Auðunn vann sinn leik, Högni tapaði sínum leik, Ásgeir og Anton voru í fjórmenning sem endaði í jafntefli.
Seinni viðureign í keppni um 5-8 sætið var á móti Golfklúbbi Norðfjarðar og endaði sú viðureign með sigri 2-1, þar sem Karl var jafn sínum andstæðingi, Anton vann sinn andstæðing og Auðunn og Jón voru í fjórmenning sem endaði í jafntefli.
Loka niðurstaðan var 6 sætið.
 
Heilt yfir voru liðin í keppninni nokkuð sterk og GÍ liðið var í baráttu í sínum leikjum. Liðið er skipað eldri leikmönnum sem hafa góða reynslu úr liðskeppni og svo unga efnilega framtíðarleikmenn. Þá má ekki gleyma að Anton er talinn vera talsvert eldri en hann er þar sem andstæðingar okkar hafa mætt honum nú í um áratug og Anton er farinn að vera flokkaður sem eldri þrátt fyrir ungan aldur. Þá er mikilvægt að kempur eins og Auðunn komi og taki þátt og gefi af sér þannig að þeir sem eiga að taka við keflinu hafi góðar fyrirmyndir. Karl og Högni eru afbragðskylfingar sem hafa spilað vel í sumar og Karl sýndi það með seiglu á síðasta degi að jafna sinn andstæðing eftir að hafa lent nokkrum holum undir í mikilvægum leik. Jón og Ásgeir eru framtíðarkylfingar sem koma til með að leggja mikið inn í reynslubankann eftir svona mót.

Deila