Fréttir

Þátttakendur í mótinu

Opnunarmót Golfklúbbs Ísafjarðar

Opnunarmót G.Í. var haldið í kulda og trekki á laugardaginn var. Fyrirkomulag mótsins var Texas Scrample, með betri bolta. 20 manns mættu til leiks og létu ekki norðangarrann stoppa sig. Smá ylur fylgdi sólarglennum sem birtust annað slagið og slóu á vindkælinguna. 

Sigurvegarar mótsins voru Flosi Jakobsson og Jóhann Pétursson, en þeir fóru 18 holurnar á níu undir pari. Þetta er svona eins góður gangur á PG mótum í Ameríku og hefði Tigerinn verið sáttur við slíkan árangur.

Baldur Ingi Jónasson og Anton Helgi Guðjónsson lentu í 2. sæti á 7 höggum undir pari og hjónin Villi Matt og Ásdís Páls urðu í þriðja sæti á 5 höggum undir pari.  Annars má árangur allra hér.

Á myndinni má sjá vaskan hóp golfara sem tóku þátt í mótinu.


Deila