Mótafréttir
Um liðna helgi fór Landsbankamótið fram.
Sigurvegari varð Jón Gunnar Shiransson með 40 punkta , næstur kom Landsbankastjórinn sjálfur Sævar Þór Ríkarðsson með 39 punkta og Hákon Dagur Guðjónsson endaði í þriðja sæti einnig með 39 punkta.
Öll úrslit í mótinu má nálgast hér.
Sjávarútvegsmótaröðin hefst a Laugardag með Hampiðjumótinu. Kylfingar hvattir til að skrá sig tímanlega til leiks, skráning hér eða á Golfbox.
Hamraborgarmótaröðin á fullu skriði, þrjú mót farið fram og situr Shiran Þórisson í efsta sæti sem stendur. Stöðuna hverju sinni má nálgast hér á heimasíðunni okkar. Skráning stendu yfir fyrir mót morgundagsins á Golfbox.
Að lokum vill mótanefnd minna á holukeppni GÍ en skráningarfrestur rennur út næstkomandi sunnudag, 14 keppendur skráðir til leiks, hvetjum kylfinga til að skrá sig til leiks, skráning á Golfbox.
Deila