Fréttir

Hamraborgarmótaröðin heldur áfram - Holukeppnin í fullum gangi

Þó nóg sé að gerast í Sjávarútvegsmótaröðini heldur Hamraborgarmótaröðin sínu striki.

Jón Gunnar Shiransson vann síðasta mót á 21 punkti.  Hann og Bjarki Bjarna voru efstir með  21 punkt en Jón Gunnar betri á síðustu sex.  15 keppendur tóku þátt í síðasta móti og má sjá úrslitin í held sinni hér.

Eftir þrjú mót er Friðbjörn Gauti Friðriksson efstur með 59 punkta.  Heildarstöðuna má sjá hér.

33 keppendur hafa tekið þátt í þessum þremur mótum sem er með ágætum

Næsta mót verður í kvöld á sínum stað kl. 18.30.

 

Holukeppnin er í fullum gangi, úrslit úr tveimur leikjum búin að berast mótstjórn en fyrstu umferð skal ljúka eigi síðar en á sunnudag, hver að verða síðastur að klára sinn leik.

Hægt að fylgjast með framgangi holukeppninnar hér á Golfbox.

Annars verða tvö mót í Sjávarútvegsmótaröðinni á Suðurfjörðunum á komandi helgi, Oddamótið á Patró á laugardag og Arnarlaxmótið á Bíldudal á sunnudag, skráning á Golfbox.

 


Deila