Gauti og Harpa unnu VÍS mótið - Sigurgeir Einar Karlsson vann síðasta fimmtudagsmót - Gauti efstur í Hamraborgarmótaröðinni
Leikar fóru þannig í VÍS mótinu að hjónin Friðbjörn Gauti Friðriksson og Harpa Guðmundsdóttir enduðu í fyrsta sæti á 46 punktum. Gauti lék einkar vel og náði 42 punktum en Harpa reddaði því sem redda þurfti til að ná fyrsta sætinu.
Í öðru sæti urðu hjóni Neil Shiran Þórisson og Hafdís Gunnarsdóttir á 45 punktum og í þriðja sæti hjónin Gunnar Þórðarson og Kristín Hálfdáns (foreldrar Hafdísar) á 44 punktum.
Skilaði greinilega betra skori að velja maka sem makker.
Heildarúrslitin í mótinu má nálgast hér.
Hamraborgarmótaröðin heldur sínu striki og nú styttist í að línur skýrist.
Sigurgeir Einar Karlsson vann síðasta mót á 19 punktum, heildarúrslit hér.
Friðbjörn Gauti heldur þar forystunni með 127 punkta eftir 7 mót. Næstur kemur Guðni Guðnason með 123 punkta eftir 6 mót. Bestu 9 mótin telja og spennan mun vaxa þegar kylfingar geta farið að henda út versta hring.
Stöðuna í mótaröðinni má nalgast hér.
Deila