Fréttir

Fréttir af mótum

Veitingamótið fór fram um liðna helgi.  Sigurvegarar urðu Pétur Már Sigurðsson og Baldur Ingi Jónasson á 62 höggum nettó.  Í öðru sæti urður Kristinn Þórir Krisjánsson og Karl Ingi Vilbergsson á 66 höggum, jafn mörgum og Guðni Ó. Guðnason og Sólveig Pálsdóttir.  Þau enda í þriðja sæti þar sem árangur á seinni 9 var verri.

Heildarúrslit í mótinu má finna hér.

 

Hamraborgarmótaröðin heldur áfram á fimmtudag, spennan vex á toppnum.  Skráning fer fram hér og stöðuna í mótaröðinni má finna hér.  Tvö mót eftir á dagskránni, gætu orðið fleiri ef tíð leyfir.

Á laugardaginn verður hið árlega Landsbankamót.  Punktamót í opnum flokki, verðlaun fyrir 6 efstu sætin, nándarverðlan og teiggjafir.  Boðið upp á hressingu í hálfleik og dregið úr skorkortum í mótslok.

Hvetjum kylfinga til að skrá sig tímanlega, skráning fer fram hér.


Deila