Fréttir af mótum - Slæm spá fyrir HG mótið, gæti orðið eins dags mót
Nú fer að draga til tíðinda í hinum ýmsu mótaröðum. Hörð barátta er í Hamraborgarmótaröðini. Ásdís Pálsdóttir leiðir með 3 punktum á næsta mann sem er hennar Villi Matt, stefnir í fjölskylduerjur. 9 punktar niður í 5 sæti. Nú getur allt gerst þar sem 9 bestu mótin telja og nú eru einir 13 kylfingar komnir með þann kvóta. Nú er bara að skora vel og henda út slæmum hring. Stöðuna í mótaröðinni má nálgast hér undir mót:
https://golfisa.is/klubburinn/skrar_og_skjol/skra/39/
Athugið að við hefjum leik núna kl. 18.00.
Svo er það Sjávarútvegsmótaröðin. Lokamótið er á dagskrá nú um komandi helgi, tveggja daga mót. Veðurspáin er ekki kræsileg og er möguleiki í stöðunni að fresta leik til sunnudags og breyta móti í eins dags mót. Þá myndu stigin vera eins og í eins dags móti eins og reglugerðin segir og mótsgjald lækka einnig. Mótanefnd mun senda út tilkynningu á föstudag hvernig þetta verður, biðjum kylfinga að fylgast með.
Staðan í mótaröðinni er spennandi, margir eiga möguleika á sigri í höggleig karla og kvenna, punktakeppninni sem og unglingaflokki. Munið að 6 bestu mótin telja þannig að ansi margir eiga möguleika. Stöðu í öllum flokkum má finna hér inni á síðunni:
Deila