Fréttir

Baldur sigraði í Hamraborgarmótröðinni

Þá er öllu móthaldi formlega lokið.

Síðasta fimmtudagsmótið fór fram á fimmtudaginn var og sigraði Þorgils Gunnarsson, Golfklúbbi Bolungarvíkur á 20 punktum.  Úrslitin í mótinu má finna hér.

Baldur Ingi Jónasson sigraði í Hamraborgarmótaröðinni með glæsibrag, endaði með 13 punkta meira en næsti maður.  Árangur úr 12 bestu mótum hvers og eins taldi til stiga.  

Ásdís Pálsdóttir var efst kvenna á 180 punktum, 40 punktum á undan næstu konu, Magneu Garðarsdóttur.  Reyndar tók Magnea ekki þátt í nema 9 mótum, Ásdís tók þátt í 11.

Lokastöðuna í mótaröðinni má finna hér.


Deila