Skiltin komin upp á Golfskálann
Nú eru öll borgandi skilti komin upp á golfskálann og langur listi yfir stuðningsaðila Golfklúbbs Ísafjarðar. Þetta er mikilvægur liður í rekstri klúbbsins og mikilvægar tekjur sem við fáum frá þessum skiltum.
Þar sem svona vel gekk að fá stuðning fyrirtækja ákvað stjórnin að bæta við skilti á austur-gafli skálans þar sem gestir eru boðnir velkomnir á Tungudalsvöll. Þar er myn eftir Sigurjón sem var svo vinsamlegur að gefa okkur myndina og Pixel sá um að forma hana fyrir prentun hjá Fánasmiðjunni.
Deila