Opnunarmót og fyrsta fimmtudagsmótið
Þá er búið að opna völlinn og ekki seinna vænna að hefja mótahald.
Við hefjum leik í Hamraborgarmótaröðinni á fimmtudag kl. 18.30. Um er að ræða hefðbundið fimmtudagsmót, 9 holu punktamót. Pizza verður í boði fyrir sigurvegara hvers móts og hinn virðulegi titill Skálameistari 2022 verður i boði fyrir þann sem vinnur mótaröðina. Við spilum fram á haust eða eins lengi og veður leyfir. Níu bestu mótin telja þetta árið, smá breyting frá í fyrra þar sem 12 bestu töldu.
Skráning í fimmtudagsmótið hér í golfbox eða bara í appinu.
Á mánudaginn kemur, 2. í Hvítasunnu verður svo opnunarmót GÍ.
18 holu Texas Scramble, ræst út á öllum teigum kl. 10.00.
Völlurinn kemur nokkuð vel undan vetri. Kylfingar hvattir til að skrá sig tímanlega til leiks
Mótanefnd
Deila