Mótafréttir
Magnea Garðarsdóttir vann mót gærkvöldsins, lék á 23 punktum, glæsilega gert, úrslit í mótinu má sá hér. Ekki var búið að segja fréttir af síðasta fimmtudagsmóti sem fór fram 29. júlí en þá sigraði Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, Golfklúbbi Álftaness á 20 punktum, úrslit í því móti má finna hér
Eftir mótin er Salmar efstur í mótaröðinni með 174 punkta, heildarstöðuna má sjá hér. 12 bestu mótin telja, nóg af mótum eftir.
Á laugardag fer svo fram hið skemmtilega Nettómót. Fyrri 9 holurnar leiknar í Bolungarvík og þær seinni hér á Ísafirði. Punktamót, verðlaun fyrir fyrstu 5 sætin og boðið til grillveislu eftir mót.
Hvetjum kylfinga til að skrá sig tímanlega, skráning fer fram hér.
Deila