Fréttir

Mótafréttir

Hjóna og paramótið fór fram í ágætu veðri á laugardaginn var.  32 keppendur eða 16 lið mættu til leiks.  Sigurvegar urðu Jakob Tryggvason og Hanna Mjöll Ólafsdóttir á 32 höggum nettó.  Í öðru sæti urðu Vilhjálmur Antonsson og Elísabet Pálsdóttir á 33 höggum og því þriðja á jafn mörgum höggum urðu Sólveig Pálsdóttir og Guðni Guðnason.  Árangur allra keppenda má sjá hér.   Einkar vel tókst til með þetta fyrsta hjóna og paramót og ljóst að leikurinn verður endurtekinn að ári.

Fyrstu umferð í holukeppni GÍ er lokið og ljóst hverjir mætast í umferð 2.  Hafa keppendur tvær vikur til að ljúka sínum leik.  Allar upplýsingar um mótið má finna hér.

Næsta mót verður í Hamraborgarmótaröðinni á fimmtudaginn kemur, sjálfan þjóðhátíðardaginn.  Hefjum leik 18.30 venju samkvæmt, hvetjum kylfinga til að skrá sig tímanlega til að auðvelda allan undirbúning.  Skráning fer fram hér.

Fyrstu mót í Sjávarútvegsmótaröðinni fara svo fram um komandi helgi.  Oddamótið fer fram hjá Golfklúbbi Patreksfjarðar á laugardag og Arnarlaxmótið á sunnudag hjá Golfklúbbi Bíldudals.  Skráning fer fram á Golfbox.  Hvetjum kylfinga til að skrá sig til leiks í þessum skemmtilegu mótum.


Deila