Fréttir

Harpa Guðmunds vann fyrsta fimmtudagsmótið með yfirburðum

Harpa Guðmundsdóttir vann með glæsibrag, náði heilum 24 punktum í fyrsta fimmtudagsmótinu sem er hluti af Hamraborgarmótaröðinni sem telur 17 mót.  Sigurvegarinn verður sá sem flesta punkta hefur hlotið í lok sumars, 12 bestu mótin telja.

Næstur kom Elmar Breki Baldursson með 19 punkta og Elías Ari Guðjónsson með 18 punkta.

11 keppendur tóku þátt í þessu fyrsta móti sumarsins, árangur annara keppenda má sjá hér.

 

Násta mót verður á laugardag, Texas Scramble, kylfingar hvattir til að skrá sig tímanlega.

Skráning fer fram hér.


Deila