Hamraborgarmótaröðin
Guðbjörn Salmar Jóhannsson vann mót nr. 3 naumlega. Hann fékk heila 22 punkta líkt og Harpa Guðmundsdóttir.
Salli vann þar sem hann lék betur á síðustu sex holunum, glæsileg spilamennska hjá þeim tveimur. Annars var árangur almennt góður en þrír kylfingar náðu 21 punkti og tveir með 20 punkta.
18 keppendur tóku þátt í mótinu sem fram fór í sannkölluðu blíðskaparveðri, annars má sjá árangur allra keppenda hér.
Eftir þrjú mót er Harpa Guðmunds með forystu í mótaröðinni, er með 65 punkta samtals , Sólveig Pálsdóttir er næst með 57 punkta og Guðbjörn Salmar í því þriðja með 52 punkta. Heildarstöðuna í mótaröðinni má sjá hér.
Næsta mót verður næstkomandi fimmtudag venju samkvæmt, skráning á Golfbox. Laugardaginn 5. júní verður svo Sjómannadagsmót Íssins, fyrirkomulag Texas Scramble.
Minnum á að skráningu í holukeppni GÍ lýkur 31. maí, nú þegar eru 18 keppendur skráðir. Hvetjum alla til að taka þátt í þessu skemmtilega fyrirkomulagi og styrkja unglingastarfið í leiðinni. Munið að þetta er holukeppni með forgjöf þannig að allir eiga jafna möguleika.
Skráning fer fram hér á Golfbox, einnig má lesa ser nánar til um reglur þar í lýsingu móts.
Deila