Fréttir af mótum
Tveimur mótum er lokið það sem af er sumri.
Salli fór með sigur af hólmi í fyrsta móti ársins, sem jafnframt var fyrsta mótið í Hamraborgarmótaröðinni, ágætis árangur náðist en Salli var bestur, úrslitin má sjá hér.
Opnunarmót GÍ fór síðan fram 2. í Hvítasunni í prýðisveðri, áætis þáttaka var og sigruðu Einar Gunnlaugsson og Víðir Arnarson, en leikið var með Texas Scramble fyrirkomulagi. Heildarúrslitin í mótinu má sjá hér.
Á morgun fimmtudag fer fram mót í fimmtudagsmótaröðinni, keppendur beðnir að skrá sig tímanlega í Golfbox.
Á laugardag fer síðan fram Sjómannadagsmót Íssins, Texas Scramble, fín verðlaun í boði fyrir efstu menn. Kylfingar hvattir til að skrá sig tímanlega í Golfbox.
Svo fer að styttast í að skráningu ljúki í Holukepipni GÍ. Mjög skemmtilegt fyrirkomulag sem tókst stórvel í fyrra. Holukeppni með forgjöf og eiga því allir jafna möguleika á sigri, hvetjum því alla til að tka þátt. Nú eru komnar 16 skráningur, viljum fleiri.
Deila