Fimmtudagsmóti aflýst - Hjóna og paramóti frestað
Fimmtudagsmóti morgundagsins hefur verið aflýst sökum þess að mótið skarast við nýliðakvöld. Lokadagur nýliðanámsskeiðisins er á morgun og verður nýliðum sýndur völlurinn. Eru vanir kylfingar hvattir til að mæta og leiðbeina nýliðunum. Mæting kl. 20.00.
Einnig ákvað stjórn að fresta hjóna og paramótinu til laugardags. Bæði er spáin töluvert betri fyrir laugardaginn auk þess sem ýmsir kylfingar vilja fylgja körfuknattleiksdeild Vestra upp í úrvalsdeild. Vestri leikur 4. leik í úrslitakeppni 1. deildar í körfu á föstudag og þurfa bara einn sigur til að tryggja sér veru í úrvalsdeild. Öskum þeim hins besta og hvetjum kylfinga til að mæta í Jakann og styðja þá til sigurs.
Deila