Ásgeir Óli og Bjarney stóðu uppi sem sigurvegarar í Hampiðjumótinu
Hampiðjumótið fór fram laugardaginn 18. júní. Við bjóðum Hampiðjuna velkomna til leiks í Sjávarútvegsmótaröðina en þetta er fyrsta mótið sem þeir koma að.
39 keppendur mættu til leiks en keppt var í höggleik karla og kvenna og í punktakeppni í opnum flokki.
Í karlaflokki sigraði Ásgeir Óli Kristjánsson eftir bráðabana við Baldur Inga Jónasson, léku þeir á 75 höggum, báðir eru þeir í GÍ. Í þriðja sæti varð Flosi Jakobsson GBO á 77 höggum
Í kvennaflokki sigraði Bjarney Guðmundsdóttir GÍ á 88 höggum, í 2. sæti varð Sigrún Sigurðardóttir Golfklúbbi Alftaness á 89 höggum og í 3. sæti varð Björg Sæmundsdóttir GP á 94 höggum.
Í punktakeppninni fóru leikar þannig
1. Stefán Hannibal Hafberg GBB, 40 punktar
2. Guðmundur Kristinn Albertsson GBO, 39 punktar
3 Runólfur Kristinn Pétursson GBO, 39 punktar
Heildarútslitin í mótinu má svo nálgast hér:
https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/3352779/results
Stöðuna í Sjávarútvegsmótaröðinni eftir þetta fyrsta mót má svo finna hér á heimasíðunni undir mót, eða bara á þessari slóð:
https://golfisa.is/klubburinn/skrar_og_skjol/skra/30/
Munum við uppfæra stöðuna eftir hvert mót og hafa hana aðgengilega hér á heimasíðu okkar.
Eins og athugulir hafa orðið varir við var fyrirkomulaginu í mótaröðinni breytt frá fyrri árum. Nú er ekki lengur keppt í öldungaflokki karla. Þótti það skjóta skökku við nú á tímum jafnfréttis að sérstaklega væri keppti í gamlingjaflokki karla en ekki kvenna. Því var þetta einfaldað, keppt í höggleik karla, höggleik kvenna og punktakeppni í opnum flokki.
Mótaröðin þetta árið mun telja 8 mót og öll munu þau telja til stiga, sjá nánar hér í regluglerð um Sjávarútvegsmótaröð.
Næstu mót verða um næstu helgi, Oddamótið á Patreksfirði á laugardag og Arnarlaxmótið á Bíldudal á sunnudag, skráning í golfbox.
Deila