Arctic Fish mótið
Arctic Fish mótið í golfi var haldið á Tungudalsvelli sunnudaginn 23. júlí. Loksins var logndrífa og ládauður sjór, en vindasamt hefur verið hjá kylfingum í sumar. Spilað var í 12 stiga hita, frekar rakt og hálfgerð súld á köflum, en milt og gott golfveður. Það voru 43 þátttakendur sem tóku þátt í mótinu.
Arctic Fish er einn af helstu stuðningsmönnum Golfklúbbs Ísafjarðar og er golfmótið hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni. Jakob Valgeirs mótið var haldið á Syðridalsvelli daginn áður, en það er einnig hluti af sömu mótaröð.
Sigurvegari í karlaflokki var Gunnsteinn Jónsson, en hann fór 18 holurnar á einum undir pari vallarins, á 71 höggi. Flosi Valgeir Jakobsson var í öðru sæti á 75 höggum, og Chatchai Phohtiya í þriðja sæti á 77 höggum. Í kvennaflokki sigraði Bjarney Guðmundsdóttir á 90 höggum, Björg Sæmundsdóttir var í öðru sæti á 92 höggum og Brynja Haraldsdóttir í þriðja sæti á 94 höggum.
Í unglingaflokki sigraði Haukur Fjölnisson, Guðmundur Einarson í var í öðru sæti og Grétar Nökkvi Traustason í þriðja sæti.
Í punktakeppni með forgjöf sigraði Gunnsteinn Jónsson með 42 punkta, Einar Guðmundsson var í örðu sæti með 42 punkta og Sigurgeir Einar Karlsson var í þriðja sæti með 40 punkta.
Eftir mót helgarinnar eru þessi efst í Mótaröðinni. Flosi Jakobsson er efstur í karlaflokki, Sólveig Pálsdóttir í kvennaflokki, Guðmundur Einarsson í unglingaflokki og Chatchai Phothiya í punktakeppninni. Ljóst að allt getur gerst í lokamótinu, HG mótinu sem fram fer í byrjun september. Stöðuna í hverjum flokki má finn hér á síðunni undir mót, eða bara hér.
Mikil umferð hefur verið á Tungudalsvelli og einnig á Efri Tungudalsvelli. Báðir vellirnir skarta sínu fegursta og hafa komið vel undan vetri. Næstkomandi laugardag verður Landsbanka mótið í Tungudalsvelli og allri sem geta valdið kylfu eru hvattir til að koma og taka þátt. Gott að mæta fyrst á vikulegt fimmtudagsmót sem hefst kl. 18:30 á fimmtudaginn.
Deila