Arctic Fish golfmótið á Ísafirði
Arctic Fish mótið, sem er hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni var haldið sunnudaginn 26. júlí. 45 keppendur voru skráðir og úrslit voru eftirfarandi.
Í höggleik karla var lítill munur á milli keppenda og fór svo Baldur Ingi Jónasson sigraði á 76 höggum. Ásgeir Óli Kristjánsson spilaði á 77 höggum og endaði í öðru sæti. Unnsteinn Sigurjónsson endaði í þriðja sæti eftir bráðabana við Kristinn Þórir Kristjánsson en báðir spiluðu þeir á 78 höggum. Í fimmta sæti var Vilhjálmur Gísli Antonsson á 79 höggum.
Í höggleik kvenna sigraði María Málfríður Guðnadóttir á 81 höggi. Bjarney Guðmundsdóttir var í öðru sæti á 90 höggum. Í þriðja sæti var Anna Guðrún Sigurðardóttir á 92 höggum. Í fjórða sæti var Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir á 99 höggum. Í fimmta sæti var Ásdís Birna Pálsdóttir á 103.
Í höggleik unglinga öttu kappi tveir unglingar og réðust úrslit á síðustu holunni. Jón Gunnar Shiransson spilaði á 73 höggum á meðan Hjálmar Helgi Jakobsson spilaði á 74 höggum.
Í opnum flokki, Stableford punktakeppni, sigraði Snorri Páll Guðbjörnsson með 41 punkt. Böðvar Þórisson var með 40 punkta í öðru sæti, en einnig með 40 punkta var Jakob Tryggvason í þriðja sæti. Í fjórða sæti var Julo Thor Rafnsson með 39 punkta. Í fimmta sæti var Vilhjálmur Matthíasson með 38 punkta.
Deila