Fréttir

Sveit GÍ

5. sætið varð niðurstaðan í sveitakeppninni

Eins og kom fram í fyrri frétt unnum við Bolvíkinga 2,5 - 0,5 og töpuðum fyrir Selfyssingum 1-2 á degi eitt.

Á degi tvö mætti sveitin liðum Fjallabyggðar og Dalvíkur.  Skemmst er frá því að segja að leikirnir gegn Fjallabyggð töuðust örugglega enda verulega góðir kylfingar þar á ferð.  Þeir enduðu með því að vinna 3. deildina örugglega.  Seinni leikurinn geng Dalvík endaði hins vegar í jafntefli, hvort lið fékk 1,5 vinning.  Guðjón og Jakob léku í fjórmenningnum og töpuðu 4/2 eftir góða baráttu, Einar vann sin leik 3/2 og Krissi náði að jafna sinn leik með týpísku Krissa pútti, setti niður 10 metra pútt á lokaholunni til að vinna hana og jafna leikinn.

Á lokadeginum mætti sveitin Mostra frá Stykkishómi og fóru leikar þannig að GÍ vann 2-1.  Guðni og Guðjón töpuðu fjórmenningnum örugglega.  Einar vann sinn leik 2/0 og Krissi vann sinn leik 5/3.

Heilt yfir mjög góður árangur hjá sveitinni, 5. sætið vel ásættanlegt svona í fyrsta skipti eftir áratuga fjarveru.  Nokkuð ljóst að GÍ sendir sveit aftur í þetta.

Annar má skoða alla leiki og stöðuna í deildinni hér.

 

 


Deila